Þá virðist sem hryðjuverkamenn hafa látið verkin tala í lundúnarborg. Alls hafa 33 verið taldir af og eflaust fleiri eftir að bætast við. Hryðjuverk er ávallt til þess að vekja ótta meðal borgara, það að hvergi erum við óhullt, ekki einu sinni í strætó eða í lestarkerfum stórborga. Það sem vekur hvað mestan óhug fyrir utan mannslátin, er hversu skipulagt þetta er. Hver sprengingin á fætur annarri, verk sem virðist vera lengi búið að vera á planinu hjá hryðjuverkasamtökunum. Ekki fyrir svo alllöngu var ég staddur á russell square brautarstöðinni, í mestu makindum og hvarflaði ekki einu sinni að mér að ég væri í hættu, að líkami minn mundi tætast í sundur við það eitt að sitja í lestinni, russell square var einn af stöðunum sem sprengja sprakk í morgun.
Þetta er allt svo óraunverulegt, fær mann til þess að hugsa, hvað er ég eiginlega að þvælast þetta til útlanda, Bretland, Bandaríkin, á ég virkilega að hætta lífi mínu í landi sem stöðug ógn hryðjuverka virðist vofa yfir. En þá verður maður að hugsa á móti, af hverju ekki, á ég að láta slíkt aftra mér frá því að ferðast eins ég hef löngun og ánægju af. Láta aðra stjórna mér með ótta. Er það ekki einmitt sem þeir vilja, fyrst að þeir ráðast á saklausa borgara. Vissulega getur maður skilið að þessir menn telji sig vera í heilögu stríði og reiðir og bitrir yfir árásum Bandaríkjanna og breta, sem kostað hafa jafnvel saklaust fólk lífið í þeirra heimalöndum. En það var þrátt fyrir það ekki með vilja gert,(vonandi) eins og lagt er upp með hryðjuverkum af þessum toga.
Votta íbúum Bretlands og öðrum samúð og sendi baráttukveðjur til þeirra sem á þurfa, eina sem ég get gert í stöðunni þessa stundina:)
DrBúkó