Tuesday, August 02, 2005

á nýjar slóðir

Þar sem lítið er að gerast í bloggmenningunni, og ég dottinn inn í undirbúning fyrir enska boltann, hef ég ákveðið að eyða orkunni á annarri síðu, tileinkaðri Arsenal. Kannski maður fleygi inn einni og einni hugleiðingu hér, þegar vetur konungur kemur, lemur í kjós

blog.central.is/arsenalfc

Wednesday, July 13, 2005

Hvar verður ÞÚ 17júlí?

Ég ku vita að mústassinn verður í glansgallanum á snoop dog í egilshöll enda lætur maðurinn ekki nokkra stórtónleika fram hjá sér fara. E-ð hefur hann verið að ýta á búkóinn, og ekki er það svo fjarri lagi að ég mæta bara þarna í höllina 17 júlí þegar old school snoop mætir með sínar dansmeyjar og ginandjuice í farteskinu. Verð að viðurkenna að ég hef lítið heyrt af hans síðustu plötum. þekki gamla stuffið meira og svona kannski það allra nýjasta sem hann hefur gert með hinum og þessum artistum. Ágætt alveg. þannig að það er spurning að maður fái mústassinn til að skrifa fyrir sig nokkra af hans óþekktari slögurum. Þá getur maður undirbúið sig fram að tónleikum. Ekki er það síðan verra að Hjálmar mæti á svæðið. Afar hressir og nýja platan þeirra afbragð. Minni áhuga hef ég á FL og Hæstu hendinni, enda ekki heyrt neitt frá þeim.
Hinsvegar ætla ég að bíða fram á síðustu mínútu með að kaupa miða í von um að ég vinni í leik sem ég tók þátt í. Miðaverðið svíður nefnilega óþægilega mikið, 5900kr.

Sjáum til

búkó

Sunday, July 10, 2005

Pizza King

Er staðurinn þegar maður er á leið heim úr bænum eftir skemmtun. Sama þótt maður bíði í nokkra stund, þá er það svo sannarlega þess virði. Rjúkandi heit pizza italian style, þósvo að kokkarnir sjálfir eru ekki af ítölsku bergi brotnir.

Eigðu góða viku, ég ætla að ljúka helginni með 2/1 ferð á Red chili


búkó

Friday, July 08, 2005

Delí

Er pleisið. Pastað þar er óviðjafnanlegt og dressingin sem er notuð, er berið ofan á kökunni, toppurinn á ísjakanum o.s.frv. Maður verður nú að tríta sig aðeins á föstudögum, hressa lundina, svona á meðan veðrið sér ekki um það. Það er alltaf hægt að finna eitthvað sem gerir daginn ánægjulegri. Maður fær úr deginum nákvæmlega það sem maður leggur í hann. Enn ein spakmælinn sem eru borinn hér á borð, enda ekki kallaður Drbúkó fyrir ekki neitt.

Þetta ráð var að sjálfsögðu on the house

drbúkó

Thursday, July 07, 2005

Erum við óhult?

Þá virðist sem hryðjuverkamenn hafa látið verkin tala í lundúnarborg. Alls hafa 33 verið taldir af og eflaust fleiri eftir að bætast við. Hryðjuverk er ávallt til þess að vekja ótta meðal borgara, það að hvergi erum við óhullt, ekki einu sinni í strætó eða í lestarkerfum stórborga. Það sem vekur hvað mestan óhug fyrir utan mannslátin, er hversu skipulagt þetta er. Hver sprengingin á fætur annarri, verk sem virðist vera lengi búið að vera á planinu hjá hryðjuverkasamtökunum. Ekki fyrir svo alllöngu var ég staddur á russell square brautarstöðinni, í mestu makindum og hvarflaði ekki einu sinni að mér að ég væri í hættu, að líkami minn mundi tætast í sundur við það eitt að sitja í lestinni, russell square var einn af stöðunum sem sprengja sprakk í morgun.

Þetta er allt svo óraunverulegt, fær mann til þess að hugsa, hvað er ég eiginlega að þvælast þetta til útlanda, Bretland, Bandaríkin, á ég virkilega að hætta lífi mínu í landi sem stöðug ógn hryðjuverka virðist vofa yfir. En þá verður maður að hugsa á móti, af hverju ekki, á ég að láta slíkt aftra mér frá því að ferðast eins ég hef löngun og ánægju af. Láta aðra stjórna mér með ótta. Er það ekki einmitt sem þeir vilja, fyrst að þeir ráðast á saklausa borgara. Vissulega getur maður skilið að þessir menn telji sig vera í heilögu stríði og reiðir og bitrir yfir árásum Bandaríkjanna og breta, sem kostað hafa jafnvel saklaust fólk lífið í þeirra heimalöndum. En það var þrátt fyrir það ekki með vilja gert,(vonandi) eins og lagt er upp með hryðjuverkum af þessum toga.

Votta íbúum Bretlands og öðrum samúð og sendi baráttukveðjur til þeirra sem á þurfa, eina sem ég get gert í stöðunni þessa stundina:)

DrBúkó

Wednesday, July 06, 2005

Hvað tungan meiðir er torvelt að lækna

Afskaplega rólegt hjá dr.búkó í vinnunni. Erfitt að halda einhverri einbeitingu. Sérstaklega þegar veðrið er eins og það er núna. hins vegar hef ég töluverða einbeitingu og þolinmæði að skoða netsíður tengdar boltanum. Þrátt fyrir að lítið sem ekkert gerist yfir daginn, er ég eflaust fyrstur til að frétta það. Hef nefnilega aðgang að góðri síðu sem leitar á fjölmörgum öðrum síðum af því efni semþér hugnast og stimplar inn sem leitarorð, (þessi hér sem hafa áhuga). Í mínu tilviki Arsenal að sjálfsögðu. Alltaf sérstök tilfinning þegar nýr leikmaður bætist í hópinn. Nú hrista örugglega margir hausinn, Berglind eflaust hvað harðast, enda furðar hún sig oft á því hví ég skoða svo oft sömu síðurnar. Veit samt að fótboltafíklar skilja mig vel. Þannig að engar útskýringar fylgja.

Speki dagsins í dag, sem ég ætla biðja alla um að íhuga er: Hvað tungan meiðir er torvelt að lækna. Af engri sérstakri ástæðu set ég þetta fram nema að þetta skaut bara upp kollinum. Ekki veitti þó starfsmönnum ,hérognú, að íhuga þessi orð vel, ef þeir skilja þau á annað borð.

Tók eftir því um daginn, eða var öllu heldur bent á það, að dv og blaðið eru farin að vitna í bloggsíður og nota það sem fréttaefni. T.d var umfjöllun um Sylvíu nótt og þar voru tekin ummæli tveggja bloggara um hana. Er þetta virkilega góð blaðamennska, eða er þessi hrikalega gúrkutíð að tröllríða öllu. maður verður því að gæta orða sinna, því þeir víst henda inn leitarorði eflaust á google, þá koma upp jafnvel skrif á bloggsíðum og nota þau, af bloggaranum forspurðum veitég ei.

Dr.búkó
viskan býr hjá þér

Tuesday, July 05, 2005

Góði (veður)guð

Sólin er farin að skína. Þvílík gleði í mínu hjarta. Styttist óðum í að búkóinn geti borið á fallega og stóra pallinn sinn, sem á víst að hýsa fjölmargar grillveislurnar þetta sumarið. Allavega ef ég stend við eitthvað af þeim loforðum sem ég hef fleygt fram. Sjáum til hvernig það fer. Sú fyrsta ku nú vera næstkomandi laugardag, þó svo að veðurguðinn, Siggi stormur hafi spáð einhverri vætu. Það breytist nú jafn ört og hann um buxur. Leitt þó að ísbílstjórinn verði rúntandi á norðurslóðum á þeim tíma og grundfjarðarmærinn eitthvað í vafa, ég held samt að hún mæti, enda órjúfanlegur þáttur í skemmtun þessa hóps. Mátt bjóða kláus með, hann er ávallt velkomin. Hvað ætli sé að frétta af því þýska sjarmatrölli. Það er eins og Helga skammist sín eitthvað fyrir hann. Hann sem er svo þögull og góður hlustandi. Kannski að hún hafi bara sprengt helv..á honum

Liverpool menn gangi nú stoltir um götur borga og bæja. Mega alveg vera það, litla liðið sem skaut öllum stórveldunum ref fyrir rass og hirti dolluna (já litla liðið eins og Liverpool maður orðaði það) ætli þeir haldi ekki bara áframhaldandi sigurför eins og "besta lið" síðasta árs Porto. allavega miðað við nýjustu kaup þar á bæ, er engin hætta á öðru, eða hvað. kannski það sé ekki magnið sem afli þeim fleiri titla heldur gæðin. Fjórir leikmenn á örskömmum tíma, Nöfnin, já þau vekja ekki ugg hjá mér allavega. En hvað veit ég svo sem um svona tuðruspark. Þarna eru náttúrulega inn á milli menn framtíðarinnar, og aðrir fríir, en er samt ekki óþarfi að sanka aðsér endalaust af spánverjum og misgóðum hollendingum. Maður hefði haldið að þeir mundu smala til sín stóru köllunum, sjálfir evrópumeistararnir